Erum með úrval af fallegum nýjum mottum

Collections

BAMILEKE

BAMILEKE

Í BAMILEKE STÓLNUM KRISTALLAST ARFLEIFÐ SEM HEFUR MENNINGALEGA TILVÍSUN Í  HEFÐIR BAMILEKE ÞJÓÐARINNAR Í GRASLÖNDUM KAMERÚN

BAMILEKE ER HÁSÆTI HÖFÐINGJA OG KÓNGA.
HVER OG EINN ÞEGN Á SINN STÓL EN ÞEIM MUN STÆRRI SEM STÓLLINN ER, ÞEIM MUN HÁTTSETTARI ER VIÐKOMANDI HÖFÐINGI EÐA KONUNGUR.

TRÉSKURÐALIST AF BESTU GERÐ ÞAR SEM TRJÁBOLURINN ER SKORIN ÚT OG UNNIN Í HEILU LAGI. 

HVERT STYKKI ER FULLKOMLEGA ÓFULLKOMIÐ ENDA ENGINN STÓLL EINS. 


TIL Í SVÖRTU OG NÁTTÚRULIT Í NOKKRUM STÆRÐUM OG NÝTIST JAFNT SEM BORÐ EÐA STÓLL. 

 

CHICORE - KÖRFUR

CHICORE - KÖRFUR

KÖRFUGERÐAKONURNAR ERU HLUTI AF NORZA TEYMINU. ÞANNIG NJÓTA ÞÆR FJÁRHAGSLEGS GÓÐS AF ÁGÓÐANUM, ÁN ALLRA MILLILIÐA.

CHICORE ER FRÁ ZIMBABWE OG ER BÚSETT ÁSAMT EIGINMANNI OG BÖRNUM Í CAPE TOWN Í SUÐUR-AFRÍKU. HÚN ER AFAR LISTRÆN OG EINSTAKLEGA FLÍNK KÖRFUGERÐAKONA. CHICORE VAR ORÐIN ÞREYTT Á AÐ VERA ALLTAF AÐ GERA KÖRFUR FYRIR MILLILIÐI, SEM SELDU SVO ÁFRAM TIL EVRÓPSKRA MILLILIÐA, ÞANNIG AÐ HÚN FÉKK LÍTIÐ SEM EKKERT FYRIR SÍNA VINNU.

HÚN SEGIST VERA MJÖG GLÖÐ OG ÞAKKLÁT FYRIR AÐ KÖRFURNAR HENNAR SÉU KOMNAR ALLA LEIÐ TIL ÍSLANDS OG SENDIR ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM NORZA LIVING SÍNAR BESTU KVEÐJUR!

NORZA VERSLAR BEINT VIÐ CHICORE ÁN ALLRA MILLILIÐA OG TRYGGIR ÞANNIG AÐ HÚN FÁI ALLTAF ÞAÐ SEM HENNI BER FYRIR SÍNA HÖNNUN, FRAMLEIÐSLU OG VINNU.

 

 

 


HANDKLÆÐI

HANDKLÆÐI

KERTI ÚR ENDURUNNUM VÍNFLÖSKUM

KERTI ÚR ENDURUNNUM VÍNFLÖSKUM

KÖRFUR FRÁ MALAWI

KÖRFUR FRÁ MALAWI

ÞESSI VARA ER FRAMLEIDD SÉRSTAKLEGA FYRIR NORZA, ÁN MILLILIÐA.

VIÐ ERUM Í BEINU OG PERSÓNULEGU SAMBANDI VIÐ KÖRFUGERÐARKONURNAR OG TRYGGJUM  ÞANNIG AÐ ÞÆR FÁI ÞAÐ RÉTTLÁTTA VERÐ SEM ÞEIM BER FYRIR FRAMLEIÐSLU SÍNA.

KÖRFUGERÐARHEFÐIN Í MALAWI Á SÉR LANGA SÖGU.

ÁÐUR FYRR VORU KÖRFUR NOTAÐAR VIÐ ALLT SEM HUGSAST GAT; TIL AÐ GEYMA MATVÆLI Í OG TIL AÐ FLYTJA VARNING Á MILLI STAÐA SVO DÆMI SÉ TEKIÐ. 

KÖRFURNAR FRÁ MALAWI ERU EINSTAKLEGA PRAKTÍSKAR, SLITSTERKAR OG FALLEGAR OG FEGRA UMHVERFI SITT HVAR SEM ÞÆR STANDA. 

LITRÍKIR BEKKIR OG KOLLAR

LITRÍKIR BEKKIR OG KOLLAR

LITRÍKIR BEKKIR OG KOLLAR SEM FRAMLEIDDIR ERU ÚR ENDURUNNUM TEXTÍL.

EF EKKI VÆRI FYRIR ÞESSA HUGVITSAMLEGU HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLU HEFÐI EFNIÐ SEM NOTAÐ VAR, VERIÐ HENT OG ÞAÐ ENDAÐ SEM LANDFYLLING.

GLEÐJA AUGAÐ OG PASSA Í HVAÐA RÝMI HEIMILISINS SEM ER! 

MALAWI STÓLLINN

MALAWI STÓLLINN

MALAWI STÓLLINN Á SÉR LANGA SÖGU.

HANN ER UNNIN Í HÖNDUM FRÁ GRUNNI AF HANDVERKSFÓLKI Í MALAWI.
VIÐ VERKIÐ ER NOTAST VIÐ BASTSTRIMLA SEM ERU FLÉTTAÐIR Í SESSUNA OG Í HLIÐARNAR.

Í STAÐ ÞESS AÐ NOTA NAGLA EÐA LÍM, ERU HNÝTTIR SÉRSTAKIR HNÚTAR TIL AÐ FESTA STÓLINN SAMAN. SPORISKJULAGAÐ BAK STÓLSINS ER FENGIÐ MEÐ ÞEIM HÆTTI, AÐ NOTAST ER VIÐ GAMALT REIÐJÓLADEKK EÐA GJÖRÐ, SEM ER ER SVO OFIÐ UTANUM OG TEKIÐ Í BURTU ÞEGAR RÉTT LÖGUN ER FENGIN. 

ÞAÐ TEKUR EINN MANN UM ÞAÐ BIL 10 DAGA AÐ BÚA TIL EINN MALAWISTÓL.

ÞAR SEM STÓLARNIR ERU ALLIR HANDUNNIR FRÁ GRUNNI, ER ENGINN ÞEIRRA NÁKVÆMLEGA EINS. 

TIL Í SVÖRTU HVÍTU OG NÁTTÚRULIT.

 

MIA MÉLANGE

MIA MÉLANGE

MOTTUR

MOTTUR

MOTTUR GEGNA MARGÞÆTTU HLUTVERKI ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ FEGRA OG GÆÐA HEIMILIÐ HLÝJU OG LIT. AUK ÞESS SEM ÞÆR HAFA HAGNÝTT GILDI ÞEGAR KEMUR AÐ HLJÓÐVIST Í RÝMINU. 

OKKAR MOTTUR ERU EINSTAKLEGA VANDAÐAR OG ERU SÉRVALDAR MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ GERA HEIMILIÐ ÞITT HLÝLEGT OG FALLEGT.

 

MUNGO

MUNGO

VIÐ HJÁ NORZA ERUM AFAR HREYKNAR YFIR ÞVÍ AÐ FÁ AÐ KYNNA MUNGO FYRIR ÍSLENSKUM FAGURKERUM.

MUNGO ER SUÐUR-AFRÍSK VEFNAÐARVARA Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI. 

TEXTÍLLINN FRÁ MUNGO ER UNNIN SAMKVÆMT STRÖNGUSTU UMHVERFISKRÖFUM  GLOBAL ORGANIC TEXTILE STANDARD OG ER EINUNGIS LÍFRÆN BÓMULL NOTUÐ Í FRAMLEIÐSLUNA.

PERLUSKÁLAR

PERLUSKÁLAR

PERLUSPEGLAR

PERLUSPEGLAR

EINSTAKT LISTAVERK OG ENIGNN SPEGILL EINS!

UNNIÐ PERLU FYRIR PERLU AF HANDVERKSFÓLKI NORZA.

FEGRA HEIMILIÐ SVO UM MUNAR!

POTINA - LEIRKER OG VASAR

POTINA - LEIRKER OG VASAR

POTINA

Keramik listamennirnir Vuyisa and Nosoko Potina eru eigendur Potina Ceramics sem staðsett er í bænum Franschhoek  í vínhéruðum Suður-Afríku.

Vuyisa sem er menntaður keramiker, segir vinnan við leirinn sé sín eina sanna köllun. Þau hjónin hafa markað sér algjöra sérstöðu á sviði keramiklistar og eru verk þeirra innblásin menningu Xhosa þjóðarinnar sem er næst stærsti þjóðfélagshópur Suður-Afríku. ( Nelson Mandela var Xhosa ) Leirkerin hafa í aldanna rás haft margþætt notagildi í Afríku. Til dæmis það sækja vatn úr ánni og bera á höfðinu heim og sem drykkjarker fyrir heimabruggað öl svo eitthvað sé nefnt. 

Listaverkin eru að mestu í afrískum náttúrulitum moldar, viðs og beina. Leirlistaverkin eru unnin með ævarfornri afrískri aðferð þar sem brendur viður og reykur gegnir lykilhlutverki. Verkin eru í senn afar nútímaleg með gamaldags afrísku ívafi. 

Vuyisa and Nosoko Potina are the owners of Potina Ceramics. Their workshop is located in the Cape Winelands of South Africa. Working with ceramics is their true calling, and over the years they have developed their own unique style. the inspiration is from a natural palette of bone and wood. The generous round pots are a fusion of the traditional smoke-firing techniques and shapes of their African roots with contemporary influences.

PÚÐAR

PÚÐAR

ÓMÓTSTÆÐILEGIR PÚÐAR AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM
TAMARA - KÖRFUR

TAMARA - KÖRFUR

LISTIÐNAÐARKONAN TAMARA ER ÞRIGGJA BARNA MÓÐIR Í ZIMBABWE SEM FRAMLEIÐIR SJÁLF ÞRÁÐINN SEM KÖRFURNAR HENNAR ERU OFNAR ÚR.

ÞRÁÐURINN ER SPUNNIN ÚR SEFI OG ILALAPÁLMUM. 

KÖRFUR TAMÖRU ERU NÁTTÚRULITAÐAR MEÐ ÞEIM HÆTTI AÐ ÞURKAÐ SEFIÐ ER LAGT Í BLEITI Í VATNI SEM LITAÐ HEFUR VERIÐ MEÐ TRJÁBERKI. 

TAMARA ER SJÁLFSTÆTT STARFANDI VIÐ REKSTUR EIGIN FYRIRTÆKIS.
ÞAR STARFAR HÚN ÁSAMT MÓÐUR SINNI, ÖMMU, SYSTRUM OG FLEIRI KONUM VIÐ KÖRFUGERÐ OG AÐRA FRAMLEIÐSLU FYRIR NORZA LIVING.  
 

 

TONY COLLECTION

TONY COLLECTION

HÁGÆÐA FLAUELSPÚÐAR Í NOKKRUM LITUM.

STÆRÐ 50X50CM

VIÐARBRETTI OG SKÁLAR ÚR ENDURUNNUM VÍNTUNNUM

VIÐARBRETTI OG SKÁLAR ÚR ENDURUNNUM VÍNTUNNUM

ÞESSI SKEMMTILEGU EIKARBRETTI SEM ÁÐUR VORU RAUÐVÍNSTUNNUR Í VÍNHÉRUÐUÐUM SUÐUR-ARFÍKU HAFA NÚ GENGIÐ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA OG FENGIÐ NÖFNIN; TEITI,PARTÝ,GLEÐI,SELSKAPUR,STUÐ,HÓF OG VELLYSTINGAR.
BRETTIN SMELLPASSA Í ALLA SAMGLAÐNINGA, JAFNT STÓRA SEM SMÁA!